ósanngjarni jólasveinninn

Fólki finnst það svo gaman að ljúga að börnunum sínum en svo koma svona mál upp og hvernig útskýrir maður það? Svolítið svipað og með guðadelluna. Af hverju hjálpaði Guð fótboltaliðinu að vinna og reddaði ríka gaurnum stöðuhækkun á meðan börn eru að deyja úr hungri? Hmmm. Já, það er ekkert sniðugt að ljúga svona að börnum. Þau geta alveg skemmt sér að hlutum þó að þau viti að þeir séu ekki til í alvörunni.
mbl.is Hún fékk síma, ég fékk mandarínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú hefur alveg rétt fyrir þér, það eru fávitrir foreldrar sem ljúga að börnunum sínum. Það á ALLTAF að segja börnum sannleikann. Það á ekki að blekkja þau með hlutum sem aldrei hafa verið til: Jólasveinar, guð, ofurmenni, englar, Satan, páskahérinn, fæðingarstorkurinn, etc. Og alltaf segja þeim frá viðkvæmum atburðum eins og skilnaði og dauðsföllum í ættinni eða þá hlutum eins og kynfræðslu. Endilega ekki að hlífa þeim við staðreyndum, því að þeim er enginn greiði gerður með því.

Mín börn hafa alltaf vitað að það erum við sjálf sem setjum hlutina í skóna þeirra, því að við spyrjum þau hvern dag í desember hvað við eigum að kaupa handa þeim í skóinn. Og þau fá aldrei kartöflur, en 5G snjallsíma fá þau heldur ekki. Ef þau vita að það er ekki til neinn ríkur jólasveinn, þá vita þau líka að það er bara ágætt að fá tréliti eða mandarínu.

Pétur D. (IP-tala skráð) 9.12.2013 kl. 18:51

2 Smámynd: Ellý

Frábært, Pétur.

Ég man það sem barn að mér fannst alltaf óþægilegt þegar að verið var að hlífa mér við einhverju því að ég fann það alveg að það var eitthvað sem var að gerast sem ég vissi ekki um. Auðvitað má passa sig hvernig maður segir börnum sannleikann en ég held að lygar af öllu tagi séu bara ekkert uppbyggilegar.

Ellý, 10.12.2013 kl. 21:14

3 identicon

Nei, það á aldrei að ljúga að börnum, en það er rétt hjá þér, að það er ekki sama hvernig þeim er sagt frá því. T.d. á ekki að segja við Stínu 5 ára: "Heyrðu, þegar þú deyrð þá er allt búið og þú verður étin af ormum", heldur "Það er mjög ólíklegt að það sé líf eftir dauðann, svo að þú átt bara að hafa það gott og lifa lífinu eins vel og lengi og þú getur. Hver vill pizzu?".

Annars veit ég ekki hvernig sumum foreldrum dettur í hug að blekkja krakka með mýtunni um jólasveininn, þegar hvaða 5 ára krakki sem er með einhverja hugsun í kollinum getur auðveldlega séð í gegnum blekkinguna.

En verra er þegar bókstafstrúarmenn eru að hóta börnunum sínum með að djöfullinn komi og taki þau ef þau haga sér ekki 100% eins og sumir söfnuðir (m.a. í Þýzkalandi) gera. Krakkarnir verða algjörar taugahrúgur og þora varla að hreyfa sig af ótta.

Pétur D. (IP-tala skráð) 11.12.2013 kl. 18:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband