Afsprengi kúgaðs þjóðfélags.

Ætli svona lagað hefði gerst ef hún hefði fengið góða kynfræðslu? Margir Bandaríkjamenn eru nú mjög sólgnir í þá hugmynd að eina getnaðarvörnin sem virki sé skírlífi. Krakkar strengja þess heit að halda "hreinleika" sínum þar til að þau giftast eða ná ákveðnum aldri. Svo byrja hormónarnir að gera þeim lífið leitt og þau sofa hjá án nokkurrar vitneskju um öryggi.

Af því að við vitum öll að það að kenna börnum á smokka er vitaskuld það sama og að segja þeim að stunda kynlíf (/sarcasm).


Hversu oft ætli þetta gerist í þeim Evrópulöndum sem telja kynlíf ekki saurugt og djöfullegt og fræða því unglinga sína um það áður en það er orðið of seint?

Þetta virðist allavega vera mjög algengt í frjálsa landinu Vestra en ég hef ekki heyrt um mörg svona dæmi hér í Skandinavíu.


mbl.is Myrti nýfætt barn sitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég verð eiginlega að vera ósammála þér þarna. Ég held að það stúlka sem sturti barninu sínu niður klósett í skólanum sínum þjáist alls ekki eingöngu af kynfræðslu-skorti heldur liggi þarna eitthvað mikið meira á bakvið sem við munum aldrei vita um, svona gerir ekki neinn sem er með fulla geðheilsu, vort sem aðilinn er bandaríkjamaður eða skandinavískur. Svo vil ég skjóta því inn líka að ég bjó í bandaríkjunum í nokkur ár í barnaskóla, og ég fékk þar margfalt meiri kynfræðslu heldur en jafnaldrar mínir voru að fá hér á landi. Þetta land er stórt, það er ekki á neinn hátt hægt að alhæfa neitt um það, það er svo fjölbreytt fólk þarna og svo margar mismunandi menningar í gangi.

Guðrún (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 20:50

2 Smámynd: Ellý

Ég leyfi mér að efast um að þú hafir búið í Texas, en endilega leiðréttu mig ef ég hef rangt fyrir mér!
Texas er eitt af þeim ríkjum Bandaríkjanna sem hafa verið sterk í "Abstinence Only" stefnunni.
Vissulega trúi ég því að fleira búi að baki, en það voru nógu margir búnir að benda á það í sambandi við þessa grein.

Annars þjást unglingar af miklum dómgreindarskorti og það er auðvelt að dæma þegar að maður er vel upplýstur og í tilfinningalegu jafnvægi. Það er spurning hvort hún hefði ekki gefið barnið eða fengið fóstureyðingu ef hún hefði haft kost á því.

Ellý, 4.4.2008 kl. 21:03

3 Smámynd: Charles Robert Onken

Vá !! Hvar á ég að byrja ??' Fyrst er þetta mál mjög sorglegt og sjúkt og fólk á bágt en við skullum ekki gleyma því að það búa um 301.000.000 milljón manns í USA ( fyrir utan ólöglega innflytjendum) en ekki nema 24.9 millj. manns í skandinaviu 9.1 mill svíðþjóð- 5.5 mill Danmörk-4,7 mill norway- 5.3 finlandi og 300 þús á íslandi !!þú getur ekki einu sinni reynt að miða þetta saman við USA og svo uppákomur !!! Það getur ekki verið auðvelt að stjórana 300 milljónir manns  sérstaklega þegar það er stjornað af HALVÍTA ( BUSH)   og svo er Ísland  ekki  alveg laust við vandamál  en ekki nema 300  þús manns  en ég er ekki her til að dæma en það er bara svo margt sem spilar inni þetta T.d  ísland hefði veitt þessa stelpu fóstureyðingu ( ísland er með eitt að hæðstu tíðni fóstureyðinga) þetta er ekki í bóði úti fyrir fátæklinga eða heimskt fólk !! ég er fæddur og uppalinn í USA og ég hef átt heima í TEXAS þó þú viljir efast kannski um það líka !! enn, og bæði á vesturstöond og austurströnd USA og það er lika mjög mikið gott þarna EF þÚ VILT ÞAÐ !! mikið af þessu ógæfu fólki eru bara lettingjar og aumingjar og kenna annaðhvort ríkið eða hvita manninum um það sem miður hjá þeim það geta allir bjargað sér ef það vill og leggur sig fram og af minum Personuleg reynsla af USA er það svona c.a 35-40% af usa sem eru anti social fólk og vilja hvorki vinna né ganga í skóla !! Auðv´ta væri það best éf alliramerikanar fengu Læknis aðstoð, tryggingarbættur , atvinnuleysisbættur, dagheimilisaðstoð, og alla aðstoð sem þarf !! en það er hvergi í heiminnum HALLÓ !! jú við eigum það mjög gott á íslandi !! en samt virðast allir  vera að kvarta að þeir fái ekki nogu mikið frítt eða afslátt af ríkisþjónustur en samt bara 300 þús manns hér á íslandi hvernig í alvörunni á að geta sinnt 300 MILLJónir manns eins og er gert her ??? þá þryfti að hækka skatta í USA eins og her til að standa skil að alla þessa þjónustu sem íslendingar eru að fá !! en éf við vikjum aftur að þessari frétt þá er þetta því miður eitthvað sem mun allaf ské í svona stóru þjóðfélag sem fær ekki þjónustu til að eyða fóstrið aður en til svona sorglega atburðir ské ( eins og íslenskar stulkur fá ) auðvita á ekki samt að nota þetta  sem getnaðarvörn en þetta skéður !! Ég er halfur íslendingur og halfur Amerikani  en samt finnst mer kaninn mjög svo skritinn en ekki setja alla USA búar í sama flokk því að það er lika til heilbrigt fólk í USA eins og það er lika til skitinn og klikkað fólk á íslandi og Skandinaviu  !! þetta er ekki bara í USA !! 'eg lætt þetta nægja í bíli því ég gæti talið upp svo mörg dæmi um gott og slæmt um allan heim sem mundi láta USA lita út eins og PARADÍS !! Mundu !við fáum ekki allar fréttir frá öðrum löndum þar sem barnamorð/sölu, heiðursmorð, ofl eru framinn osfv.........

Charles Robert Onken, 4.4.2008 kl. 22:08

4 Smámynd: Ellý

Það er margt gott og blessað við Bandaríkin en þegar að þú horfir upp á fólk vinna tvöfalda vinnu og samt ekki hafa efni á almennri heilsugæslu eða menntun eða jafnvel leigu og mat, þá er eitthvað mikið að. Ég sagði það hvergi að ekki væru verri staðir í heiminum, en Bandaríkin eru ekki partur af þriðja heiminum og eiga að standa okkur nær í menntun og velferð íbúa sinna.

Það sem ég er að benda á hér er einmitt það að hálfvita forsetinn og ráðamenn landsins eru að gera hrikalega hluti. Einn af þessum hlutum er Abstinence prógrammið. Svo er líka einhver alda af ofsatrú sem virðist geysa um landið eins og plága.

Það er mjög líklegt að þessi stelpa sé siðblind eða geðveik. En það er því miður alveg eins líklegt að hún búi í umhverfi þar sem talað er um kynlíf sem eitthvað óhreint, ólétta hennar er eitthvað sem hún óttaðist að vera útskúfuð fyrir (það þarf ekki mikið til að unglingur fari í panic), fóstureyðing er ekki eitthvað sem hún getur farið í 14 ára gömul án þess að forráðamenn viti af því og svo framvegis.


Mér þykir það leitt ef þér fannst vegið að þér og landi þínu. Það er ýmislegt að allt staðar en það réttlætir ekki það sem er að annarstaðar.

Ellý, 4.4.2008 kl. 22:41

5 identicon

Það geta verið svo margar hliðar á þessu máli og við fáum líklega aldrei að vita hvernig öll sagan er. Kannski er hún ekki siðblind eða geðveik, kannski var hún... ja til dæmis að fæða bróður sinn! Hafði ykkur dottið það í hug? Það má endalaust spekúlera svosem...

Sigrún Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 00:49

6 Smámynd: Ellý

Góður punktur, Sigrún.  Manni getur nú dottið ýmislegt í hug ef að maður byrjar að giska, sérstaklega ef maður horfir á of mikið af glæpaþáttum í sjónvarpinu

Ellý, 5.4.2008 kl. 00:52

7 identicon

Já, það er satt. Tala nú ekki um ef maður bætir við slatta af Dr. Phil og dass af Opruh! Þá er nú komin dramasúpa sem aldeilis bragð er af. Annars, svona í alvöru talað, þá er þetta klósettdæmi svo súrt að maður nær engan veginn að tengja.

Sigrún Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 01:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband