26.1.2014 | 12:35
Erfitt og dýrt að fá sálfræðiaðstoð
Sálfræðimeðferð við ADHD árangursrík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.12.2013 | 18:16
ósanngjarni jólasveinninn
Hún fékk síma, ég fékk mandarínu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.11.2013 | 21:02
Nei.
Þetta á ekki einu sinni að koma til umræðu. Það eru ótalmörg dæmi um mistök við þessa "aðgerð", menn eru með ör eftir þetta og ekki eru börnin deyfð sem þurfa að gangast undir þennan viðbjóð.
Ef að karlmaður vill vera umskorinn getur hann farið í slíka aðgerð eftir átján ára aldur. Þetta á ekkert erindi við börn.
Leggst gegn banni við umskurði drengja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.4.2012 | 04:35
Frábært.
Það er löngu orðið tímabært að mannréttindi hér nái yfir alla og fagna ég því þessu frumvarpi. Fyrir þá sem fussa og sveia hef ég aðeins þetta að segja: Mikið rosalega ert þú heppin/n að vera fædd/ur í réttum líkama og mjög líklega gagnkynhneigð/ur líka. Forréttindi þín eru svo svakaleg að þú hefur engan rétt á að heimta eitt né neitt í þessum efnum.
Leggur fram frumvarp vegna kynáttunarvanda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.4.2011 | 10:40
Að halda einhverju fram.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.3.2011 | 01:31
Fordómar gegn samkynhneigð?
Sagði af sér fyrir að klæðast sem kona | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.9.2010 | 13:15
Price of Pleasure
Ágætis lesning að sjá hvað leikstjóri myndarinnar var að reyna að koma á framfæri með gerð þessarar myndar (hægt að lesa það hér á pdf skjali). Klám er eins misjafnt og allt annað. Margar stelpur leita í "gay porn" vegna þess að hlutverk kvenna í klámi er bara yfirleitt virkilega ömurlegt. Eins er það satt að það þrífst alveg rosalega mikill rasismi og viðbjóður í klámi. Ætli sé ekki bara best að halda sig við amateur porn ef maður ætlar að horfa á þetta yfir höfuð.
Heimasíða myndarinnar er hér og ég játa að mig langar svolítið að sjá hana áður en ég felli um hana dóm:
http://thepriceofpleasure.com
Gáfu Jóni heimildarmynd um áhrif kláms | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.11.2008 | 04:14
Obama! :D
Mjög fegin að þetta rættist ekki!
Vá.
Mikil lukka og þungu fargi af manni létt!
Jibbí! :D
Myndi segja eitthvað meira og gáfulegra en klukkan er fjögur um nótt og ég er orðlaus of gleði.
Obama kjörinn forseti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.6.2008 | 10:49
George Carlin.
Einn fyndnasti maður sem ég veit um og mikið uppáhald okkar í fjölskyldunni, George Carlin, er dáinn.
Ég er fáránlega sorgmædd yfir þessu miðað við að ég þekkti hann ekki persónulega en heimurinn er enn lélegri núna þegar að hann er farinn.
Bróðir minn gerði þetta tribute til hans:
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.6.2008 | 17:32
"Netþjónustufyrirtæki munu loka fyrir barnaklámssíður "
Með þessu er verið að senda þá alhörðustu dýpra í felur þar sem erfiðara verður að finna þá.
Svo ekki sé talað um að bjarga þeim börnum sem enn verða notuð í klám.
Í raun eru þeir sem framleiða barnaklám nú þegar í góðum felum og erfitt að ná til þeirra og því munu þessar aðgerðir ekki hafa mikil áhrif.
Hverjum bitnar þetta þá á? Já það er góð spurning. Hvað flokkast sem barnaklám? Teikningar? Sögur?
Það var svona allsherjar mál á dagbókar vefsíðu sem ég stunda nú fyrir nokkru. Þá var ung stúlka rekin burt fyrir að teikna hetjuna sína, Harry Potter, á kynferðislegan hátt. Að vísu hafði hún látið hann líta út fyrir að vera eldri þar sem þetta var byggt á sögu sem átti að gerast löngu eftir að bókunum lauk.
En þar sem að fígúran Harry Potter er barn í bókunum var skellt í lás á hana og hennar dagbók eytt. Án viðvörunnar.
Er þessi stúlka harðjaxl sem nauðgar litlum börnum?
Og hvað telst sem barnaklám? Ef þú lest um að fjórtán ára stelpa sé "svo sexí" er það vissulega svolítið truflandi. Nema að það sé skrifað af fjórtán ára strák, ekki satt? Kannski verður það bannað líka.
Ef ég vissi að þetta hefði tilætluð áhrif væri ég jafn kát og aðrir sem hafa hrópað húrra, en þar sem að þetta mun bara gera lögreglu erfiðara að finna afbrotamennina er ég ekki hress. Sérstaklega ekki ef þetta fer að "leka" inn á fleiri staði á netinu.
Netþjónustufyrirtæki munu loka fyrir barnaklámssíður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)