Æi... Sálmurinn/Þjóðsöngurinn.

Það væri rosalega gaman að kunna þjóðsönginn sinn og geta sungið hann en það hef ég aldrei getað með þetta guðsvæl sem á að heita okkar þjóðsöngur.

Ég hef lesið núna nokkrar umræður um það hvað eigi að koma í staðinn og margir eru á þeirri skoðun að ekki eigi að skipta um lag og tala þá um hefðir.
Mér finnst það alltaf svolítið grátbroslegt hvað allir halda stíft í kristnina og tala svo um sögu okkar og heilagar hefðir. Eða var það þá ekki partur af okkar sögu að hingað kom kristni í formi kúgunar og Ísland á sér flotta sögu ÁÐUR en að Kristnin kom til landsins?

Hlutlausan þjóðsöng, takk (og eyðið þessari hálfu milljón í eitthvað betra)


Annars finnst mér það frábær hugmynd sem kom fram í bloggi Sigríðar Aðalsteinsdóttur að hafa fimmund í þjóðsöngnum. En ég er rosalega veik fyrir fimmundasöng svo að það er lítið að marka mig...


mbl.is Mismunandi útgáfur þjóðsöngsins samræmdar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband