21.10.2007 | 20:10
Mér er svosem sama, en...
Hefur einhver farið í stórmarkaði í Reykjavík nýlega? Það eru eintóm börn að vinna á þessum stöðum. Ég veit ekki um ykkur en ég er ekkert rosa spennt fyrir að kaupa bjór af 14 ára afgreiðslukrakka sem lítur út fyrir að vera 12 ára.
Það væri kannski hægt að vera með sér horn í einhverjum mörkuðum, svona eins og dýrahornið og nammiland í Hagkaup.
Það myndi kannski róa niður neysluna að hafa betra aðgengi að léttu víni, geta keypt sér einn eða tvo Heineken úti í 10-11 eða eitthvað. Í staðinn fyrir að gera einsog þeir alhörðustu sem kaupa sér GOMMU fyrir helgi svo að það klárist ekki, og svo er þetta allt til þannig að þeir slafra þessu í sig bara af því að það er þarna.
Bjó í London um tíma þar sem maður kom við í hverfissjoppunni á leiðinni á Slimelight, keypti sér kippu af girlie vodka blöndu og það var fínt. Þurfti þá ekkert að ákveða klukkan 4 á föstudegi hvort ég ætlaði að fá mér í glas annað kvöld eða ekki, og eyða pening "just in case".
Ég sé bæði kosti og galla við þetta, en ég er nánast hætt að drekka svo ég leyfi ykkur bara að rífast.
Landlæknir: Afnám einkasölu ÁTVR mun auka áfengisneyslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.