Ég vil fá skilnað.

Ég er mjög glöð yfir sumum svörum við þessari frétt en aðrar... ja, höfuð hittir lyklaborð fyrir með skell, nokkrum sinnum.

Í fyrsta lagi get ég ekki, og hef aldrei getað skilið hvað fólk hefur svona mikið á móti samkynhneigðum. Bara ekki fyrir mitt litla líf.
Þetta er fólk sem borgar sína skatta, elskar sínar fjölskyldur (þ.e. ef þeim hefur ekki verið hent út í Guðs nafni), fer í vinnu og skóla, tekur þátt í félagslífi og verður ástfangið af öðru fólki. Hvað kemur það öðrum við hverjum það verður ástfangið af?
Svo er til svona lið eins og ég sem verður ástfangið af fólki burtséð frá kyni, við erum í góðu lagi eins lengi og við bara hunsum helminginn sem veitir okkur minni réttindi. Það má semsagt gifta samkynhneigða öðrum samkynhneigðum eins lengi og það er karl og kona.

Er þetta ekki einhverskonar kynjamisrétti?

Fyrir minn part er mér drullusama hvort kirkjan leyfir samkynhneigð hjónabönd eða ekki, mér finnst þetta alveg glötuð stofnun og er löngu búin að segja mig úr henni.
EN, ef kirkjan ætlar sér að hunsa almenn mannréttindi, þá verður hún að slíta sig frá ríkisstjórn (eða öfugt). Það er löngu kominn tími á það hvort eð er! Ríkisstofnun getur ekki leyft sér að gera upp á milli löghlýðinna borgara á þennan hátt, hvort sem er í trúarbrögðum eða öðrum sjálfsögðum mannréttindum.
Kristna kirkjan á Íslandi er trúfélag og ætti ekki að vera tengt stjórnmálum á neinn hátt. Ég vil fá skilnað, takk.


mbl.is Biskup Íslands: Ómaklega vegið að kirkjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ellý

Miðað við hversu margt kirkjan hunsar í biblíunni, hví ekki það?

Hún verður að gera það eða slíta sig frá ríkinu. Hún getur ekki verið "þjónn allrar þjóðarinnar" þegar hún þjónar ekki allri þjóðinni... 

Ellý, 23.10.2007 kl. 02:00

2 Smámynd: Jónína Sólborg Þórisdóttir

Einu sinni rakst ég á helvíti fyndna lagagrein í almennum hegningarlögum:
188. gr. Ef kvæntur maður eða gift kona gengur að eiga aðra konu eða annan mann, þá varðar það fangelsi allt að 3 árum, eða, ef hinum aðiljanum var ókunnugt um fyrra hjónabandið, fangelsi allt að 6 árum.
Sé brot framið af stórfelldu gáleysi, þá varðar það …1) fangelsi allt að 1 ári.
Ókvæntur maður eða ógift kona, sem gengur að eiga gifta konu eða kvæntan mann, skal sæta …1) fangelsi allt að 1 ári. Nú skal hjónaband ekki sæta ógildingu, og má þá dæma sektir …1) eða jafnvel láta refsingu falla niður.

Þarna er ekki gerður neinn greinarmunur á því hvort karl og kona giftast, kona og kona eða karl og karl

Jónína Sólborg Þórisdóttir, 23.10.2007 kl. 13:23

3 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Elly, flott og skarplega athugað...ég sem samkynhneigð á ekki að þurfa í gegnum skattkerfið að borga undir svona vitleysu!  Þá getur Karl bara rúllað í eina sæng mín vegna, með Gunnari og Jens.... ef ég þarf ekki að borga þessa vitleysu.

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 23.10.2007 kl. 15:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband