"Tjáningafrelsi er danskt, það er ritskoðun ekki"

Ef að maður flyst til annars lands þá virðir maður lög og reglur í því landi, ekki satt?
Ég er mjög hrifin af þessu framtaki og finnst það löngu orðið tímabært en mér blöskraði þegar að ég heyrði fréttir frá Danmörku á sínum tíma um að Múslimar væru að komast upp með að brjóta dönsk lög af því að þeir væru að fylgja lögum trúar sinnar. Eigum við ekki bara að leyfa fólki að hafa opinberar aftökur með grjótkasti svo lengi sem allir taka þátt eru Múslimar?
Hversu langt þarf þetta að ganga áður en við stoppum þetta af?
Mér er innilega sama hver flytur hvert og afhverju, en ef þú ert á móti lögum og reglum í landinu sem þú fluttir til og ert svona ógurlega hrifinn af lögum og reglum landsins sem þú flúðir frá, hvað í fjandanum ertu þá að gera með að flytja?

Hér á landi eru margir Múslimar sem iðka sína trú bara í rólegheitum og samkvæmt íslenskum lögum, við höfum verið mjög heppin með innflytjendur mjög lengi en við þurfum samt að passa okkur að beygja okkur ekki og bugta eins og nágrannar okkar gerðu í alltof langan tíma. Þegar fólk fer að níðast á réttindum annarra borgara undir fána annars landsþá getur það fólk bara pakkað sér saman og farið eitthvert þar sem svoleiðis rugl leyfist. Ekki hérna, takk.

 


mbl.is Múhameðsteikning notuð í dönsku kosningabaráttunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband