Graffiti.

Mig hefur einu sinni langað til að vera graffiti listamaður og það var þegar að ég var á ferð á Hverfisgötunni.

Þá var ein af þessum erótísku búðum með risastóra mynd af einhverri gellu í sexí undirfatnaði.

Mig langaði heilmikið til að koma aftur um nóttina með úðabrúsa og teikna á hana föt.

Ekki það, ég fíla erótík og já, jafnvel klám! En ég vil þurfa að sækja það og er orðin mjög þreytt á því að því sé troðið upp á mann dags daglega í fjölmiðlum og núna útá götu.

Ég lýsi hér með eftir góðum veggjakrotara sem getur teiknað smart föt á konuna ef hún er þarna enn!

 

 Hvað varðar veggjakrot/veggjalist þá er ég á báðum áttum. Vitaskuld á maður ekki að vera að krota á annarra hús, en stundum eru þetta rosalega flottar myndir og  ætti að leyfa fólki að hafa einhverja staði til að stunda þessa iðju. Það er fullt af ljótum, leiðinlegum og hráslagalegum stöðum á landinu sem væri allt í lagi að lífga aðeins upp á.

Til dæmis bjó ég nálægt Eiðistorgi í tvö ár og þar eru undirgöngin alveg fáránlega leiðinleg eftir að málað var yfir verkin sem þar voru.  Ég og sambýlingarnir bjuggumst alltaf við að það myndi koma nýtt upp en það hefur ekki gerst enn.

 Þarna mátti finna vélmenni og stórfyndna kisu meðal annars.

Göngin  

og frá öðru sjónarhorni.

 Ég sé mest eftir að hafa ekki tekið mynd af kettinum sem þarna var. Hélt alltaf að ég gæti komið aftur og tekið fleiri myndir en raunin varð önnur.

Nú er búið að mála göngin kríthvít og það er leiðinlegt og niðurdrepandi að labba þarna í gegn. Ég er alltaf að bíða eftir því að einhver lífgi upp á þetta en það hefur ekki verið gert í 2 ár.

Það er ekki langt síðan að út kom Icepick sem er bók eftir Þórdísi Claessen um íslenska götulist. Ég neyddi bróður minn til að kaupa hana (hehe) og hún er mjög flott. Frabær hugmynd að  mínu mati!

Svona í lokin, ef þið vitið ekki hver Banksy er þá verðið þið að fara hingað.

Hann er gott dæmi um ólöglegla veggjalist sem -virkar-.

 


mbl.is Netvæðing veggjakrotsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband