31.10.2007 | 05:01
Þrælahald á upplýsingaöld.
Já, ýmislegt gengur á og þrælahald er til í ýmsu formi.
Nú eru börn seld inn í svokallað "begging industry" eða betl-iðnað.
Þar eru lítil börn sett á göturnar til að þéna pening fyrir þá sem keyptu þau. Oft eru þau limlest; augu þeirra skorin út eða handleggur/fótleggur tekinn af til að þau græði meira.
Það eru lög gegn betli í Indlandi, en betlari getur fengið árs fangelsi fyrir að stunda iðju sína.
Aftur á móti sleppur "yfirmaður" betlara við refsingu.
Varðandi þrælkunina í verksmiðjum (þar sem börnin fá þó allavegna að halda líkamspörtum sínum) má benda fólki á að flottu dýru fötin þeirra eru framleidd af þessum þrælum nútímans. Athugaðu uppáhaldsmerkið þitt.
Mér varð hálf óglatt um daginn þegar ég sá grein um það að demantar eru að ná miklum vinsældum hér á landi.
Rosalega hlýtur að vera gaman að ganga með skartgrip sem hefur verið ataður mannaskít og blóði. Pínkulítill glitrandi steinn sem kostaði manneskjur lífið. Ég hélt að Íslendingar væru betri en þetta.
Segja indversk stjórnvöld bera ábyrgð á barnaþrælkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála þessu með demantana. Fólk veit greinilega ekki hvernig demantaiðnaðurinn virkar.
Fransman (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 06:57
"Ég hélt að Íslendingar væru betri en þetta."
Eru íslendingar ekki duglegir að sýna að þeir eru ekki betri en þetta? Flestir láta sem umhverfismál og mannréttindi í útlöndum komi þeim ekki við. Íslendingar eru nýrík þjóð og hagar sér í samræmi við það.
Villi Asgeirsson, 31.10.2007 kl. 12:51
fólk er heilaþvegið til að halda að ánægja í lífinu komi frá peningum og því sem hægt er að kaupa fyrir þá, og í ofanálag er upplýsingum markvisst haldið frá fólki. Þessvegna veit það ekki um blóðuga demanta. Það er reyndar tilviljun að ég hef vitað um þá mjög lengi, ég horfði einu sinni alltaf á 60minutes og fyrir mörgum árum var þetta tekið fyrir og ég hef aldrei gleymt hryllingnum, fólk sem hafði verið limlest og bara ólýsanlegur horror í sambandi við þessa demanta. Ég myndi aldrei ganga með þá, sama hvaðan þeir kæmu því mér dettur ekkert annað í hug en þessi 60minutes frétt. Það er síðan ábyggilega bara sölutrikk að koma því í fréttir að fólk sé spennt fyrir demöntum, það er treyst á að allir séu nógu vitlausir til þess að hugsa "nú þá verð ég að fá mér líka"
halkatla, 4.11.2007 kl. 01:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.