Skjálftar við Selfoss

Ég hef alltaf haft lúmskt gaman af litlum(!) skjálftum en þegar þeir eru orðnir fleiri en sjö í röð hættir mér að standa á sama. Hér var mikið bölvað á heimilinu en ég virðist vera sú eina sem getur sofið í gegnum þetta ef ég sofna á annað borð.


"Nei andskotinn hafi það, nú förum við aftur vestur," segir manna en ég bara chilla eins og innfæddur - en þeir eru víst ekkert að chilla heldur. Allir að hringja á lögguna og blogga um þetta.

Fréttamenn í sjónvarpi segja að við þurfum ekki að eiga von á stórum skjálfta og ég verð að undra mig á því hver myndi vonast eftir einum slíkum. Rugludallar. 

Kanínurnar eru pollrólegar enda vanar þessum ósköpum. Þær búa eftir allt saman með feitum risum.


mbl.is Áframhaldandi skjálftar við Selfoss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband