Að kíkja undir pils og toga niður um fólk.

Ég er því miður ekki sammála bloggvinum mínum um Toyota auglýsinguna, en flestir segja að þetta sé femínasistarað kvarta yfir engu.

Ég tek það fram að ég er femínisti í mér en enginn femínasisti og þoli þá gerð af konum ekki því mér finnst þær vera að gera margt vont í kvenréttindabaráttunni. 

Aftur á móti fer þessi auglýsing svolítið fyrir brjóstið á mér. Hún gerir mig ekki bálreiða eins og sumar hafa gert og ég fæ enga sérstaka löngun til að krossfesta Toyota eða skrifa bréf hist og hér. en fyrst að það er verið að fjalla um hana þá læt ég í mér heyra. 

Það er rosalega mikið áreiti á stelpur í fjölmiðlum og að kíkja undir pilsið er, fyrir mér, ekki bara kynferðislegt "djók" heldur ber það keim af einelti í skólum þegar krakkar rifu niður um aðra buxurnar og híuðu á þá. Lenti nú reyndar ekki í því sjálf af því að ég var svo mikil skessa en ég fæ í magann við tilhugsunina enda lenti ég í nógu miklu böggi að öðru leiti.

Fólki sem finnst ekkert að þessari auglýsingu mætti aðeins athuga tilfinningar þeirra sem í svona lenda. Þetta er innrás, niðurlægjandi og illkvittin þó að gæinn meini eflaust vel "langaði bara að kíkja á góssið" eða hvað hann var nú að spá (ja eða hún, hef nú alveg lent í svæsnu kvenfólki!). 

Kannski er þetta bara teikning en hún gefur samt svo mikið til kynna að þetta sé bara í lagi, rétt að gægjast.  En það bara er það ekki, ókei?

 

Talandi um áreiti á stelpur þá vil ég setja inn tengil inn á Dove síðuna þar sem þeir eru með þessa stuttmynd.

Við erum rosalega heppin hér á klakanum að þetta er ekki orðið svona slæmt en ef ykkur finnst strákar líka lenda í "einelti" af hálfu fjölmiðla þá skulið þið velta því fyrir ykkur hvort það kemst í hálfkvist við það sem stelpur fá.

 

Hér er tengillinn

 

Mér finnst þetta að vísu fín afsökunarbeiðni hjá Toyota mönnum, auðvitað var þetta bara í góðu og ég á ekkert bágt með að trúa því.
Gallinn við að passa sig á tilfinningum allra er að lífið verður helvíti gelt...

 


mbl.is Toyota biðst afsökunar á auglýsingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband