Er Klám Rót Alls Ills?

Mesta klámvæðingin í mínum huga er í tísku og tónlistastefnunni og þeirri umfjöllun sem þeim fylgja. Mér finnst allt í lagi að hafa klám ef maður þarf að leita að því en það er frekar þreytt að vera að rekast á það dagsdaglega. á poppTV eða jafnvel bara í auglýsingum.
Mér finnst persónulega að það ætti að vera svona góðlátlegt "uss" í kring um klám.

Annars er klám alltaf uppspretta af allskyns umræðu, bæði fyndinni og sorglegri.

Ein tegund af femínistum vill að það sé hannað sérstakt klám fyrir konur því að mestallt klám í dag er fyrir karla og sækja því margar konur í hommaklám bara til að þurfa ekki að horfa á kynsystur sínar í gegnum augu karlmanna. "More power to them" segi ég nú bara.

Önnur tegund af femínistum vill banna allt klám  . . .

Já, ég þurfti augnablik til að melta þá hugmynd!

Ég held að fyrsta klámið  hafi verið mynd gerð á steinvegg í fornöld.

Þetta er svo ríkt í mannseðlinu að dónast og hugsa "ljótt"og í raun og veru er ekkert ljótt við þetta. Við erum bara svo þróuð að allt svona dýrslegt má ekki sjást. Sem er svosem allt í lagi en það þarf samt ekki að útiloka það alveg. Eða viljum við vera eins og liðið í myndinni Demolition Man?
Svo er þetta verið að gefa til kynna að konur séu algjörlega kynlausar og stundi bara kynlíf til að geðjast karlmönnum. Þvílík endemisvitleysa!

Það er til margskonar klám. Ég sá eina um daginn þar sem leikararnir virtust skemmta sér konunglega og það var meira að segja hlegið. Daman var ekki útúrdópuð eða með neglur á lengd við hárið, heldur bara venjuleg stelpa sem djókaði í gæjanum og virtist hafa það gott á meðan á gamninu stóð.
Svo hef ég nú reyndar rekist á auglýsingar einsog "real rape, real russian ladies taken by real force" eða eitthvað álíka og fer nú um mann hrollur - þótt þetta sé flestallt örugglega (illa) leikið ef litið er til hversu oft þeir segja "real".

Það er ekkert það sama að vera á móti klámi eða að vera á móti klámi. Það eru til konur sem eru í kynlífsiðnaðinum af því að þær skemmta sér við það og fá vel borgað.
Svo eru til konur og karlmenn (!) sem eru í þessum iðnaði vegna þess að þau hafa ekkert val.

Svarið við nauðung í klámi er því ekki að banna klám heldur að styrkja mannréttindi fólks og auka úrræði fyrir fátæka. Ef manneskja í nauðung hefði stað til að flýja á og fá hjálp væru færri í nauðung, það segir sig sjálft.
Að taka myndir er leyfilegt, að stunda kynlíf er leyfilegt en svo er allt í einu bannað að taka myndir af því að verið er að stunda kynlíf?

Það er líka meingallað að ætla að kæra Visa fyrir að ýta undir klám. Birtist þetta ekki allt á reikningnum undir dulnefni fyrirtækisins? Það er ekki eins og standi "Harcore porn - one month subscription $50".

...Eða hvað? Er ég að missa af einhverjum mikilvægum staðreyndum?

Ég hugsa að femínistar sem standa í þessu alla daga séu bara orðnar pirraðar og reiðar yfir stóru hlutunum og láta því minnstu smáhluti ná til sín.  Eða kannski eru þær bara svolítið klikk. Aldrei að vita!


mbl.is Femínistafélagið kærir Vísa-klám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Ég er að mestu leyti sammála þér, Ellý.

Varðandi borgun fyrir netefni fer það yfirleitt gegnum annað fyrirtæki eins og t.d. PayPal, sem sér um að koma greiðslum áfram. Ég hef sjálfur aldrei borgað fyrir klámsíður, því að beztu klámsíðurnar eru ókeypis (t.d. youporn .com, þar sem fólk setur m.a. sínar eigin upptökur). Hins vegar gerðist ég fyrir nokkrum árum áskrifandi (fyrir $9.95 á mán.) að kanadískri síðu sem heitir Naked News. Hún er áhugaverð, af því þulurnar/þularnir klæða úr öllum fötunum meðan þeir/þær segja heimsfréttirnar. Þess vegna er hún dálítið fyndin. Á bankayfirlitinu hjá mér stóð svo bara "BillingService 700 kr." eða eitthvað álíka. Svo lét ég áskriftina bara renna út án þess að endurnýja, af sérstökum ástæðum.  En þetta hefur náttúrlega ekkert með klám að gera nema í hugum öfgafemínistanna, sem halda, að nekt sé sama og klám.

Mér finnst að það verði leyft að selja venjuleg klámblöð á Íslandi fyrir þá sem vilja kaupa það. Það er skrýtið, að alltaf sé að fela það sem nær 99% af öllu fullorðnu fólki stundar meira eða minna reglulega. En þessi tepruskapur er runninn undan rifjum kirkjunnar.

Hins vegar á yfirleitt að forðast að smella á klámsíðulinka á netinu því að 99% af því er helv... spam, sem veltur yfir mann.

Vendetta, 1.1.2008 kl. 18:40

2 Smámynd: Ellý

Mér finnst alltílagi að fela þetta því að maður á að þurfa að ná í þetta sjálfur. Það eru sumir viðkvæmir fyrir þessu og hefur það ekkert að gera með trúmál. Tökum bara til dæmis fórnarlömb nauðgana og misnotkunar. Svo er flestallt klám stílað inná karlaþrá og á meðan að það er meirihluti efnis gæti það verið þrúgandi fyrir ungar stelpur að sjá einhverjar draumadísir glenna sig og hugsa, "á ég að vera svona?"

Ég er alls ekki fylgjandi boðum og bönnum en ég er fylgjandi tillitsemi. Ég hef sjálf einu sinni borgað fyrir klám á einhverri amateur síðu af því að það var ódýrt og mér fannst strákarnir rosalega sætir í einu myndbandinu. Á það ennþá og hef gaman af! En ég þurfti líka að fara á sérstaka tengla til að finna það og þannig ætti það að vera. 

Ellý, 1.1.2008 kl. 18:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband