Mikill missir?

Það er orðið afskaplega þreytandi að sjá fólk tjá sig um hluti án þess að kynna sér þá til hlítar eða jafnvel bara að kíkja á þá rétt sem snöggvast til að fá smá yfirlit. Það er allt of algengt í bloggheimi að fólk bara ryðjist áfram með lokuð augun og hnefana (já og lyklaborðin) á lofti.
Þetta kom til dæmis vel fram í opnu bréfi frá ökumanni jeppa sem lent hafði í slysi og var sár yfir því sem bloggarar höfðu að segja. Fólk sem hafði ekki hugmynd um það hvað í raun og veru gerðist en lét ímyndunaraflið hlaupa með sig í gönur.

Og nú er það umræðan um Siðmennt.
Nú þykir mörgum kristnum mönnum það víst mannréttindabrot að þeir fái ekki lengur að vaða yfir minnihlutann með sínar hugmyndir.
Það er náttúrlega eingöngu gaman af jafnrétti ef það þýðir að maður fær eitthvað upp í hendurnar, en alls ekki ef að maður þarf að láta eitthvað frá sér. Þetta er mannlegt sjálfselsku-eðli og skiljanlegt sem slíkt en það þarf ekki að rífast yfir öllum smáatriðum, eða hvað?

Hverju tapar kristnir foreldrar í raun og veru ef kristnifræðsla fer ekki fram í skólum? Jú, nú þurfa þeir víst að drattast til að kenna krökkunum sínum þetta sjálfir en er það ekki bara fínt? Að deila sinni trú með barni sínu og eiga góðar stundir saman yfir biblíusögunum? Ég myndi halda það og myndi sjálf vilja kenna börnunum mínum það sem stendur hjarta mínu næst. Í raun fyndist mér það svekkjandi ef að ég kæmi með uppáhalds bókina mína og vildi lesa hana með barninu mínu bara til að fá svarið,
"'Æi mamma. Við vorum að lesa þetta í skólanum."
Ég tala nú ekki um þegar að margir krakkar virðast fara í gegnum tímabil þar sem allt sem er kennt í skólanum er leiðinlegt. En nóg um það!

Hvað græða þeir sem ekki eru kristnir á því til samanburðar? Jú, þeir þurfa ekki að horfa upp á vanlíðan barnanna sinna þegar endalaust er verið að vekja til máls á hlutum sem ganga þvert á þeirra lífstíl. Þeir þurfa ekki að tilkynna skólastjórnendum hverrar trúar þeir eru og þeir þurfa ekki að velja að láta börnin sín sitja frammi á gangi á meðan prestar koma og hjala við börnin. Ja, eða láta þau sitja undir því sem þeir telja lygar.


Í fréttablaðs bakþönkum í dag segir Þórhildur Elín Elínardóttir, "Hugmyndir um að banna biblíusögur í barnaskólum vegna þess að vantrúarhitinn ber fáeina einstaklinga ofurliði er eins og að vilja banna kjötbollur í mötuneytinu vegna þess að Gudda í bókhaldinu er grænmetisæta.".

Nei Þórhildur, þú fyrirgefur en þetta er kjánaleg samlíking. Það sem er í raun að gerast í skólum núna er sambærilegt við það að Gudda þurfi alltaf að fara eitthvert annað til að borða hádegismatinn sinn af því að það eru bara bornar fram kjötbollur í mötuneytinu.
Og það sem talsmenn Siðmenntar vilja er að það sé boðið upp á salat og fisk líka, já og jafnvel súpu!


Þeir sem hafa áhyggjur af því að jóla undirbúningur og páskagleði verði undir vegna þessa ættu að minnast þess að bæði jól og páskar eru líka heiðnar hátíðir og mjög auðvelt að vísa til þess að verið er að fagna nýrri uppskeru á páskum og endurkomu dagsljóss á jólum. Þetta eru náttúrulegir hlutir sem auðvelt ætti að vera fyrir allra handa trúaða sem og trúlausa að sætta sig við.


mbl.is Siðmennt svarar biskup
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

Það er reyndar svo að nær allar hátíðir sem kallaðar eru kristnar hátíðir eru svo rammheiðnar að það er engu lagi líkt. Af hagkvæmnis ástæðum voru rómversku bjúrókratarnir sem stjórnuðu kristinni trú frá róm meðan Róm var enn höfuðborg heimsins það forsjálir og kænir að þeir færðu kristnuðu allar þessar heiðnu hátíðir.

Mæli með þessum tengli:

Vísindavefurinn: Hversu margir kristnir hátíðisdagar eru byggðir á gömlum heiðnum hátíðisdögum?

Aðal málið er að við höfum skrifað undir ákveðna mannréttindar sáttmála. Það hefur fallið dómur í máli noregs um trúfrelsi í skólum og við búum við sömu aðstöðu og noregur. EES, utan ESB og svo framvegis. Ef við ætlum ekki að virða eina grein í þessum sáttmálum þá er grunnvöllurinn fyrir að virða hann yfir höfuð fallinn.

Ef við virðum ekki réttindi minnihluta hópa til þess að verða ekki fyrir aðkasti vegna trúar eða vantrúar sinnar þá vakna upp ákveðnar spurningar. T.d. Afhverju ættum við að leyfa svörtum að troða sínum skoðunum upp á okkur með því að fá að kjósa? Ef við förum að velja og hafna mannréttindum þá er voðinn vís. 

annars þætti mér vænnt um að sannkristnir sýndu víðfrægt umburðarlindi sitt í verki. Umburðarlindi er ekki takmörkuð auðlindi, allavega ekki eins og Jesú kenndi hana. Setningar eins "við höfum nú sýnt ykkur svo mikið umburðarlindi" bera með sér einmitt skort á því marg umtalaða umburðarlindi. 

Við ættum að leyfa börnunum okkar að fá að vera í friði á skóla tímum fyrir okkur. Hvort sem um er að ræða trúmál eða pólitík. Þau eiga að fá að menntast í friði en ekki að vera innrædd ákveðinn trú eða skoðun. Því ef svo er þá ættum við að gefa Ögmundi og Hannesi Hólmsteini fríjan passa upp á það að fá að vera kennslu tíma í grunnskólum landsins.  

Fannar frá Rifi, 12.12.2007 kl. 23:48

2 Smámynd: Ellý

Takk fyrir tengilinn, Fannar :)

You're preaching to the choir, eins og maður segir á góðri Íslensku. Ég er svo innilega sammála þér!  

Ellý, 13.12.2007 kl. 20:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband