Bilun.

Er konan á dópi? Ég sá þessa frétt á Livejournal í morgun og þar kom fram að dómarinn segir að stúlkan hafi gefið samþykki sitt.

Þið fyrirgefið að ég á erfitt með að ímynda mér að hvaða stúlka sem er gefi 9 karlmönnum samþykki fyrir kynlífi, hvað þá ef hún er tíu ára gömul!

Ég á líka erfitt með að ímynda mér að dómurinn hefði verið svona léttvægur ef ekki hefði verið um frumbyggja að ræða. Lítil hvít stelpa lendir í hópnauðgun? Þeim hefði verið slátrað. 


mbl.is Nauðgunardómur fordæmdur í Ástralíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Drengirnir voru reyndar allir undir lögaldri...engin afsökun samt.

Tóta (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 19:15

2 Smámynd: Ellý

Nokkrir þeirra voru yfir lögaldri samkvæmt fréttum Einn þeirra var til dæmis 26 ára  samkvæmt þessari frétt hér.

 http://www.theaustralian.news.com.au/story/0,25197,22896877-5006786,00.html

"It is a very shameful matter and I hope that all of you realise that you must not have sex with young girls.

"Anyone under 16 is too young.

"Some of you are still children yourselves.

"Others of you are adults but I am treating you all equally in terms of the behaviour.

"I am not treating any of you as the ringleader or anything  like that."

Ellý, 10.12.2007 kl. 19:22

3 Smámynd: Vendetta

Þetta er allt í samræmi við kynþáttahatursstefnu John Howards, en hann  tapaði kosningunum til allrar hamingju. Hann hataði Aboriginals og hefur án efa valið dómara sem líka voru jafnmiklir rasistar eins og hann sjálfur.

Annars hafa Ástralir, og þá sérstaklega áströlsk yfirvöld alltaf verið þekkt fyrir kynþáttastefnu, sem var ekki hótinu betri en stefna Vorsters og Botha í S-Afríku.

Vendetta, 11.12.2007 kl. 00:23

4 Smámynd: Sporðdrekinn

Þetta er svo agalega ruglaður dómur að ég sit bara gapandi hér við skjáinn þegar að ég les þetta. Svona dómari þarf nú aðeins að taka til í höfðinu á sér.

Og þessi texti sem að þú velur þarna Ellý, hvaða heilvita manneskja segir svona: "Others of you are adults but I am treating you all equally in terms of the behaviour."

Sporðdrekinn, 11.12.2007 kl. 00:32

5 Smámynd: Vendetta

Kevin Rudd segir, að dómurinn gangi fram af honum. En það er ólíklegt, að hann muni gera neitt í málinu. Saksóknarinn og dómarinn fá sennilega óáreitt að halda áfram í starfi. því að eins og þú sjálf segir, þetta var jú bara frumbyggjastelpa og þess vegna í augum yfirvalda, er það hún sem er sek, en ekki þessir níu nauðgarar sem hún dró á tálar.

Vendetta, 11.12.2007 kl. 00:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband