29.1.2008 | 18:21
bjútí hvín
Svona fréttir af Vestfjörðum fá mig til þess að óska þess að ég hefði aldrei flutt burt af Ísafirði, en ég var nauðbeygð til enda aðeins átta ára gömul og ekki með kosningarétt á heimilinu.
Þessi keppni var náttúrlega bara frábær og einstaklega gaman að hún skuli fá svona mikla athygli.
Annars fannst mér það grátbroslegt að hlusta á einhvern talsmann fegurðarsamkeppna tala um að fegurðarsamkeppnir snérust ekkert um að mæla fegurð. Ég veit ekki einu sinni hvar ég á að byrja að tala um þetta og get lítið gert annað en hlegið og gert svokallað "hausskrifborð" upp á Enskuna.
*HEADDESK*
Óbeisluð fegurð til SÞ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.