23.5.2008 | 16:52
Íslandsdeild Amnesty.
Já, manni finnst maður vera hjálparvana þegar að maður les svona fréttir.
Það eina sem ég get gert er að hvetja alla sem þetta lesa til að ganga í Íslandsdeild Amnesty. Með smá aur og þremur til sex bréfum á mánuði er hægt að bæta heiminn ótrúlega mikið, þótt að maður sé bara ein lítil manneskja. Ég tala nú ekki um ef að við látum þetta ganga. Fáum vini og fjölskyldu til að ganga í hópinn líka.
Ég er algjör innipúki og frekar félagsfælin. Svo á ég líka afskaplega lítinn pening. En það eru ekki gerðar neinar kröfur á mann þarna.
Það er líka gaman að sjá það að bréfaskriftir hafa haft áhrif. Það eru ekki bara sorgarsögur og vondar fréttir sem að maður fær á síðunni. Hægt er að fara á tengilinn "Góðar Fréttir" og sjá hverju maður hefur áorkað í gegnum tíðina.
http://amnesty.is/
Látum okkur líf annarra varða.
![]() |
Mannráni og barsmíðum á blaðamanni mótmælt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.