"Netþjónustufyrirtæki munu loka fyrir barnaklámssíður "

Á meðan að margir hér hrópa húrra yfir þessari frétt er mér ekki skemmt.
Með þessu er verið að senda þá alhörðustu dýpra í felur þar sem erfiðara verður að finna þá.
Svo ekki sé talað um að bjarga þeim börnum sem enn verða notuð í klám.

Í raun eru þeir sem framleiða barnaklám nú þegar í góðum felum og erfitt að ná til þeirra og því munu þessar aðgerðir ekki hafa mikil áhrif.

Hverjum bitnar þetta þá á? Já það er góð spurning. Hvað flokkast sem barnaklám? Teikningar? Sögur?
Það var svona allsherjar mál á dagbókar vefsíðu sem ég stunda nú fyrir nokkru. Þá var ung stúlka rekin burt fyrir að teikna hetjuna sína, Harry Potter, á kynferðislegan hátt. Að vísu hafði hún látið hann líta út fyrir að vera eldri þar sem þetta var byggt á sögu sem átti að gerast löngu eftir að bókunum lauk.
En þar sem að fígúran Harry Potter er barn í bókunum var skellt í lás á hana og hennar dagbók eytt. Án viðvörunnar.

Er þessi stúlka harðjaxl sem nauðgar litlum börnum?

Og hvað telst sem barnaklám? Ef þú lest um að fjórtán ára stelpa sé "svo sexí" er það vissulega svolítið truflandi. Nema að það sé skrifað af fjórtán ára strák, ekki satt? Kannski verður það bannað líka.

Ef ég vissi að þetta hefði tilætluð áhrif væri ég jafn kát og aðrir sem hafa hrópað húrra, en þar sem að þetta mun bara gera lögreglu erfiðara að finna afbrotamennina er ég ekki hress. Sérstaklega ekki ef þetta fer að "leka" inn á fleiri staði á netinu.


mbl.is Netþjónustufyrirtæki munu loka fyrir barnaklámssíður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband