11.9.2007 | 08:58
Útlendingar láta sig hafa þetta.
Þetta minnir mig bara á konuna sem var heimsótt af fjölskyldumeðlim á elliheimilið. Áður en gesturinn fór hvíslaði sú gamla að honum, "Hvenær fæ ég að fara aftur heim til Íslands?"
Það færu fleiri í þessi störf ef launin væru mannsæmandi. Það segir ýmislegt um aðstöðu útlendinga hér að þeir eru margir hverjir að vinna störf sem Íslendingar láta ekki bjóða sér upp á nema í neyð.
Útlendingar bjarga málum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.9.2007 | 08:40
Æi... Sálmurinn/Þjóðsöngurinn.
Ég hef lesið núna nokkrar umræður um það hvað eigi að koma í staðinn og margir eru á þeirri skoðun að ekki eigi að skipta um lag og tala þá um hefðir.
Mér finnst það alltaf svolítið grátbroslegt hvað allir halda stíft í kristnina og tala svo um sögu okkar og heilagar hefðir. Eða var það þá ekki partur af okkar sögu að hingað kom kristni í formi kúgunar og Ísland á sér flotta sögu ÁÐUR en að Kristnin kom til landsins?
Hlutlausan þjóðsöng, takk (og eyðið þessari hálfu milljón í eitthvað betra)
Annars finnst mér það frábær hugmynd sem kom fram í bloggi Sigríðar Aðalsteinsdóttur að hafa fimmund í þjóðsöngnum. En ég er rosalega veik fyrir fimmundasöng svo að það er lítið að marka mig...
Mismunandi útgáfur þjóðsöngsins samræmdar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.9.2007 | 19:38
Skaðabætur og meðferð líka?
Ég ætla bara rétt að vona að hann þurfi að borga henni einhverjar skaðabætur líka. Að ráðast svona inn á hennar einkalíf og stofna henni í hættu.
Svo ekki sé minnst á sálarangist sem hlýst af svona framkomu.
Að sjálfsögðu á maðurinn líka að fara í meðferð af einhverri sort, annars er nokkuð ljóst að þetta heldur áfram þegar að hann kemur út, ef ekki með sömu konu þá næstu.
Í fangelsi fyrir að setja nektarmyndir af eiginkonu sinni á netið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.9.2007 | 03:52
Skaðleg áhrif trúarbragða?
Þegar ég var lítil velti ég því voðalega lítið fyrir mér afhverju Guð var svona vondur að leyfa slátrun á börnum og annað slíkt óeðli. Það var einsog ég gerði mér grein fyrir því á unga aldri að þetta voru bara stórkostulegar sögur, eins og gríska goðafræðin og teiknimyndablöðin um Þór og hamarinn. En það er fólk sem tekur þetta bókstaflega eða trúir bara því sem það vill úr biblíunni.
"By the rivers of Babylon" sungu diskó fírar glaðlega en hvergi í því lagi kom fram að hóran ætti að það skilið að þjást og missa börnin sín er þeim er slengt utaní björg og þau kramin.
Og auðvitað var Guð algóður og Móses var bjargvættur mikill en ekki stuðningsmaður barnanauðgana eins og biblían segir.
Nú er mér ekkert vel við að líkja hlutum við nasismann en getum við ímyndað okkur að eftir eitt þúsund ár (ef einhver er eftir) líti einhver um öxl og hugsi með sér, "ja, burtséð frá öllum morðunum var Hitler bara svolítið sneddí! Hann uppgvötaði heilan helling af nytsamlegum hlutum, var listamaður mikill og hey! Hann var góður við hundinn sinn!"
Nei það er erfitt að ímynda sér það, enda vitum við með vissu að Hitler var vondur maður sem lifði í raun og veru. En hvað vitum við um Guð? Það eru engar sannanir fyrir því að hann sé til eða hafi nokkurn tíma verið; en samt eru enn allt morandi í ofsóknum, kúgun, kvenfyrirlitningu, fordómum og fáfræði í hans nafni.
Nú er til dæmis 9 ára gömul stúlka að ganga með barn eftir að vera nauðgað af frænda sínum bara af því að páfagarður vildi ekki að hún færi í fóstureyðingu! Er þetta eðlilegt? Er eðlilegt að kona ráði ekki eigin líkama og heilsu, eða að læknavísindi standi í stað af því að einhver trúir því, án nokkurra staðreynda, að einhver kall upp á skýi sé á mót því?
Hvenær getum við farið að hegða okkur eins og fólk með viti og hætt að fela okkur á bak við sögur af einhverju gaur sem var eða var ekki uppi fyrir 2000 árum, eða 2500 árum, eða 3000 árum (biblían er nefnilega ekki viss).
Ég vildi að þessi frétt af Bretunum væri sönn en mér finnst 2200 manna úrtak ekki segja mikið. Hverjir voru spurðir? Afar fáir allavegna.
Bara svona svo að það komi fram þá finnst mér ekkert að því að vera trúaður, svo lengi sem það er persónuleg trú og fólk sé ekki að halda því fram að það viti með vissu nákvæmlega hvað eða hver skapaði heiminn.
"Ef þú getur skýrt það afhverju þú afneitar öllum guðum nema þínum eigin, þá geturðu skilið ahverju ég afneita þínum"
Segjum þetta gott í bili.
Annar hver Breti telur trúarbrögð skaðleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 8.9.2007 kl. 23:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)