25.10.2007 | 05:10
Hvaða reglu braut hún?
Ég verð að játa það að ég er ekki alveg að fatta þetta. Hvernig braut þetta gegn áfengisvarnarlöggjöfinni? Kannski einhverjum velsæmisreglum (því að vitum öll að brjóst eru stórhættuleg! Weapons of mass distraction eins og Janet sannaði þarna um árið) en áfengisvarnarlöggjöf? Sé ekki hvernig... o.O
Sektuð fyrir að kremja bjórdósir með berum brjóstunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.10.2007 | 23:50
Ég vil fá skilnað.
Ég er mjög glöð yfir sumum svörum við þessari frétt en aðrar... ja, höfuð hittir lyklaborð fyrir með skell, nokkrum sinnum.
Í fyrsta lagi get ég ekki, og hef aldrei getað skilið hvað fólk hefur svona mikið á móti samkynhneigðum. Bara ekki fyrir mitt litla líf.
Þetta er fólk sem borgar sína skatta, elskar sínar fjölskyldur (þ.e. ef þeim hefur ekki verið hent út í Guðs nafni), fer í vinnu og skóla, tekur þátt í félagslífi og verður ástfangið af öðru fólki. Hvað kemur það öðrum við hverjum það verður ástfangið af?
Svo er til svona lið eins og ég sem verður ástfangið af fólki burtséð frá kyni, við erum í góðu lagi eins lengi og við bara hunsum helminginn sem veitir okkur minni réttindi. Það má semsagt gifta samkynhneigða öðrum samkynhneigðum eins lengi og það er karl og kona.
Er þetta ekki einhverskonar kynjamisrétti?
Fyrir minn part er mér drullusama hvort kirkjan leyfir samkynhneigð hjónabönd eða ekki, mér finnst þetta alveg glötuð stofnun og er löngu búin að segja mig úr henni.
EN, ef kirkjan ætlar sér að hunsa almenn mannréttindi, þá verður hún að slíta sig frá ríkisstjórn (eða öfugt). Það er löngu kominn tími á það hvort eð er! Ríkisstofnun getur ekki leyft sér að gera upp á milli löghlýðinna borgara á þennan hátt, hvort sem er í trúarbrögðum eða öðrum sjálfsögðum mannréttindum.
Kristna kirkjan á Íslandi er trúfélag og ætti ekki að vera tengt stjórnmálum á neinn hátt. Ég vil fá skilnað, takk.
Biskup Íslands: Ómaklega vegið að kirkjunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.10.2007 | 20:59
Bandaríkin er uppfull af hræsnurum.
En samkvæmt Bandaríkjamönnum er líf fólks ekki mikils virði nema það sé Bandarískt fólk, svo að auðvitað er 911 það versta sem komið hefur fyrir í allri mannkynssögunni!
Þetta er allavega það sem að maður fær á tilfinninguna þegar Bandaríkjamenn drepa mann og annan, styðja við hrylling víðs vegar um heiminn og er eina þjóðin sem notað hefur kjarnorkuvopn gegn almenningi.
En ef einhver svo mikið sem potar í þá á móti, þá er fjandinn laus.
Lessing: Hryðjuverk IRA verri en 11. september | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.10.2007 | 20:19
"Well, duh"
Auðvitað eru örykjar sjálfum sér verstir. Að vera að asnast til að veikjast eða lenda í slysum þegar það gæti verið að gera það gott á mannsæmandi launum í til dæmis kennslu eða hjúkrunarstarfi! Ég tala nú ekki um þegar fólk fer að fíflast við að eldast, ekki er öll vitleysan eins, ég meina, vertu bara í lagi og slepptu þessari dramatík!
Öryrkjar sjálfum sér verstir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.10.2007 | 20:16
Rukka!
Mér hefur lengi fundist að björgunarmenn ættu að rukka fólk fyrir björgunina ef um er að ræða galgopa sem röltu sér upp á fjöll án þess að vita í hvað þeir voru að fara.
Illa klæddir, með engin staðsetningartæki, kort og önnur slík tól. Þetta er náttúrulega bara vitleysugangur og ætti að vera sekthæft!
Og miðað við hvað þétta virðist vera algengt myndi þetta koma sér vel fyrir björgunarmenn.
Aðskilji björgunarstarf og sölu og þjónustu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.10.2007 | 20:10
Mér er svosem sama, en...
Hefur einhver farið í stórmarkaði í Reykjavík nýlega? Það eru eintóm börn að vinna á þessum stöðum. Ég veit ekki um ykkur en ég er ekkert rosa spennt fyrir að kaupa bjór af 14 ára afgreiðslukrakka sem lítur út fyrir að vera 12 ára.
Það væri kannski hægt að vera með sér horn í einhverjum mörkuðum, svona eins og dýrahornið og nammiland í Hagkaup.
Það myndi kannski róa niður neysluna að hafa betra aðgengi að léttu víni, geta keypt sér einn eða tvo Heineken úti í 10-11 eða eitthvað. Í staðinn fyrir að gera einsog þeir alhörðustu sem kaupa sér GOMMU fyrir helgi svo að það klárist ekki, og svo er þetta allt til þannig að þeir slafra þessu í sig bara af því að það er þarna.
Bjó í London um tíma þar sem maður kom við í hverfissjoppunni á leiðinni á Slimelight, keypti sér kippu af girlie vodka blöndu og það var fínt. Þurfti þá ekkert að ákveða klukkan 4 á föstudegi hvort ég ætlaði að fá mér í glas annað kvöld eða ekki, og eyða pening "just in case".
Ég sé bæði kosti og galla við þetta, en ég er nánast hætt að drekka svo ég leyfi ykkur bara að rífast.
Landlæknir: Afnám einkasölu ÁTVR mun auka áfengisneyslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.10.2007 | 17:48
Þeim líkt.
DV hefur í mörg ár verið lítið annað en móðgandi. Þeir hefðu átt að leggja blaðið niður í stóra skandalnum. Ég hata þetta blað og veit að ég er ekki ein um það. Einelti, rógburður og mannorðsmorð svo ekki sé meira nefnt.
Svo að ég styð forsetafrúna okkar í þessu, ekki spurning!
Dorrit segir frétt DV móðgandi og særandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.9.2007 | 20:22
Ég drep þig af því að...?
Mér býður við fréttum af dauðarefsingum sem enn eiga sér stað á þessum tímum.
Það kostar meira að taka mann af lífi heldur en það kostar að geyma hann í fangageymslum. Nú talar fólk um að það sé mikið plássleysi í fangelsum en af hverju ætli það sé? Alltof harðir dómar fyrir smáglæpi sem leiðir eingöngu til þess að engin endurhæfing verður á ungum glæpamönnum, en vitað er að þeir koma oftast út harðari glæpamenn en þegar þeir fóru inn. Svo undrast menn glæpatíðni í Bandaríkjunum.
Því þykir það mikið hneyksli meðal siðprúðs fólks að dauðarefsing skuli enn eiga sér stað í hinum Vestræna heimi þegar vitað er með vissu að ekki allir á dauðadeildinni eru sekir.
Þeir sem halda með dauðarefsingunni segja "Það hafa bara svona margir saklausir verið teknir af lífi síðan sautjánhundruð og súrkál". En hvernig er hægt að taka þá áhættu; Ef aðeins einn saklaus maður er tekinn af lífi óvart áður en sakleysi hans er sannað er það of mikið.
Maður í þoku geðveilu, tilfinningaþunga eða siðleysi fremur morð. Svo kemur heill hópur af menntuðu og "siðprúðu" fólki og ákveður á rólegan og yfirvegaðan hátt að gera slíkt hið sama. Mér finnst það frekar óhugnanlegt því hver er munurinn? Og hvað með þau mál sem síðar hafa verið grafin upp aftur og sakleysi mannsins sannað? Gerir þetta ekki yfirvöld að morðingjum?
Nú hafa komið upp mörg mál um spillingu, flettið til dæmis upp á Joyce Gilchrist sem falsaði sönnunargögn sem komu tugum manns á dauðadeild og þúsundum manna í fangelsi. Hennar mál vöktu upp margar spurningar og fjöldi manna fengu mál sín endurskoðuð og eru nú lausir að reyna að byggja upp líf sín að nýju. Eru fleiri sérfræðingar þarna úti sem ljúga og svíkja fyrir hönd saksóknara? Hverjum getum við treyst?
Vissulega skil ég það að vilja drepa einhvern sem myrðir ástvin eða gerir eitthvað sem stimplar hann sem skrímsli í augum almennings en við megum ekki láta stjórnast af reiði og hefndarþorsta. Þá erum við engu skárri en fólkið sem við viljum dæma.
Læsum bara stórglæpamenn inni og höldum þeim frá saklausum borgurum. það er ekki eins og það sé sældarlíf að dvelja í fangelsi
Athugum einnig hver glæpatíðni er í þeim ríkjum þar sem dauðarefsing er enn við lýði. Ætli það sé bara tilviljun að hún er hærri en gengur og gerist í þeim löndum og ríkjum sem fangelsa sína glæpamenn og þykjast ekki ráða yfir líf og dauða.
(Ef þið eruð sleip í Ensku, skoðið þá endilega þetta pdf skjal.)
Hvenær má drepa mann?
Ég drap hann af því að hann hélt fram hjá mér. Ég drap hann af því að hann nauðgaði mér. Ég drap hann af því að hann stal frá mér. Ég drap hann af því að ég hataði hann. Ég drap hann af því að hann var á vitlausum stað á vitlausum tíma. Ég drap hann af því að ég hélt að hann væri sekur.
Aftaka í Texas | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.9.2007 | 18:51
gangandi í umferðinni.
Kemur ekki á óvart. Fólk er svo tillitsamt við gangandi að krakkar rjúka yfir göturnar bara þar sem þeim sýnist!
Það er eins og enginn hafi kennt þeim að horfa til beggja hliða og vera viss um að bílstjórar sjái þau. Þarf víst ekki að taka það fram að það er óþolandi að keyra um bæinn á vissum tímum.
Barn hjólaði á bifreið á Selfossi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
19.9.2007 | 21:30
Nýjasta nýtt í gamla bænum.
Ég fékk smá fyrir hjartað þegar að ég sá þessa frétt fyrst en ég ólst upp í Þingholtunum og þykir mjög vænt um þau stræti.
Aftur á móti hef ég hugsað málið núna og skoðað hvar þessi nýja kringla á að rísa og vitiði, þetta er alls ekki slæm hugmynd. Að vísu er ég ekki alveg viss hvort að þessi jöklahugmynd virkar inni á Laugavegi eða hvort þetta verður of framtíðarlegt en við sjáum bara til.
Miðbærinn er búinn að vera að grotna niður síðustu ár og alltaf þegar að ég fer þar í gegn upp á síðkastið verð ég svolítið döpur. Það eru svo mörg hús í niðurníðslu...
Kannski verður bara gott að fá smá ferskan vind. Ég er allavega mun bjartsýnni núna en ég var fyrr í kvöld.
Svo hjálpar til að mörg þessara húsa sem eru þarna fyrir eru forljót!
Hugmyndir að nýjum miðborgarkjarna í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)