Óhollt.

Ég hef oft prísað mig sæla fyrir að alast upp í Skandinavíu þar sem nekt þykir ekkert tiltökumál. Tvær af uppáhaldsbókunum mínum innihéldu myndir þar sem sást í  tippi og brjóst en það var ekkert klám heldur bara Bróðir minn Ljónshjarta eftir Astrid Lindgren og Ástarsaga úr Fjöllunum eftir Guðrúnu Helgadóttur þar sem tröllin elskast svo mikið að jörðin skelfur! Mamma mín tók þessa bók fyrir í Bandaríkjunum á kennaraþingi og ein kona kom til hennar og hvíslaði að henni að hún vonaði að hún myndi ekki lenda í vandræðum fyrir að sýna börnum þetta.  vintage nudity

 ... 

Ég hugsa að það sé óhollt fyrir fólk að hugsa um nekt eins og hún sé einhver viðbjóður. Þegar að brjóst er meiri skaðvaldur en morð hlýtur að vera eitthvað mikið að. 

Það er kannski ekkert skrýtið hvað er mikið um ofbeldi og kynferðisglæpi þarna úti þegar að þetta eru skilaboðin sem fólk fær.  Það er alltílagi að kona sjáist nakin eins lengi og hún lætur eins og hóra í bönnuðu efni en ef glittir í hold á venjulegri manneskju þá er það mannskemmandi. Ekki gleyma því að alls ekki má sjást í nakinn karlmann neðanmittis því að það er beinlínis hótun við sómasamlegt fólk.

Þetta er náttúrlega hrikalega sorglegt. 

 


mbl.is ABC gert að greiða háa nektarsekt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Garðar Valur Hallfreðsson

Ég er sammála þér með þetta, við erum öll nakin undir fötunum hvort eð er.  Skandinavar, í raun flestir Evrópubúar, eru frekar frjálsir þegar kemur að þessu og er það bara allt í lagi.

Ég bjó í Bandaríkjunum á sínum tíma og get alveg tekið undir þetta þó ég alhæfi ekki alveg.  Því miður eru það samt ríkjandi gildi á mörgum stöðum í BNA að nekt er glæpur og þykir miður.  Nekt er flott!!!

Garðar Valur Hallfreðsson, 28.1.2008 kl. 09:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband