Mýs eru góðar.

Æi þetta er ekkert að gera sig.

Minnir á vísindaskáldsögur og framtíðardraumóra þar sem fólk gengur inn í íbúðina sína og segir, "Computer, turn on the lights, fix me a drink and play some music."

Þá kemur iðulega vélræn en þægileg kvenmannsrödd og svarar, "Will that be the usual?" 

Ef að það kemur vélræn en þægileg karlmannsrödd þá minnir það óþægilega mikið á línuna, "I'm sorry Dave, I'm afraid I can't do that. " Og enginn vill það!

Þetta er rosalega skemmtileg tilhugsun en nennir maður þessu sjálfur? Það komu símar á markaðinn sem hægt var að nota með tal-skipunum og ég hef eiginlega ekki séð neinn nota þetta.

Jú, JD í Scrubs. "Call Elliot. No, Elliot. No...nono. Ell-eee-ottt". Ekki mikið að virka.

Málið er að ég held að flestir vilji ekkert nota tal til að skipa tölvum fyrir. Og snertiskjáir eru sniðugir í bíómyndum en svo nær það ekkert lengra. Mér finnst skjárinn minn eiga við nóg að glíma þótt ég fari ekki að klína hann út með puttunum líka.

 

 


mbl.is Gates: Tölvunotkun mun breytast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband