Að kíkja undir pils og toga niður um fólk.

Ég er því miður ekki sammála bloggvinum mínum um Toyota auglýsinguna, en flestir segja að þetta sé femínasistarað kvarta yfir engu.

Ég tek það fram að ég er femínisti í mér en enginn femínasisti og þoli þá gerð af konum ekki því mér finnst þær vera að gera margt vont í kvenréttindabaráttunni. 

Aftur á móti fer þessi auglýsing svolítið fyrir brjóstið á mér. Hún gerir mig ekki bálreiða eins og sumar hafa gert og ég fæ enga sérstaka löngun til að krossfesta Toyota eða skrifa bréf hist og hér. en fyrst að það er verið að fjalla um hana þá læt ég í mér heyra. 

Það er rosalega mikið áreiti á stelpur í fjölmiðlum og að kíkja undir pilsið er, fyrir mér, ekki bara kynferðislegt "djók" heldur ber það keim af einelti í skólum þegar krakkar rifu niður um aðra buxurnar og híuðu á þá. Lenti nú reyndar ekki í því sjálf af því að ég var svo mikil skessa en ég fæ í magann við tilhugsunina enda lenti ég í nógu miklu böggi að öðru leiti.

Fólki sem finnst ekkert að þessari auglýsingu mætti aðeins athuga tilfinningar þeirra sem í svona lenda. Þetta er innrás, niðurlægjandi og illkvittin þó að gæinn meini eflaust vel "langaði bara að kíkja á góssið" eða hvað hann var nú að spá (ja eða hún, hef nú alveg lent í svæsnu kvenfólki!). 

Kannski er þetta bara teikning en hún gefur samt svo mikið til kynna að þetta sé bara í lagi, rétt að gægjast.  En það bara er það ekki, ókei?

 

Talandi um áreiti á stelpur þá vil ég setja inn tengil inn á Dove síðuna þar sem þeir eru með þessa stuttmynd.

Við erum rosalega heppin hér á klakanum að þetta er ekki orðið svona slæmt en ef ykkur finnst strákar líka lenda í "einelti" af hálfu fjölmiðla þá skulið þið velta því fyrir ykkur hvort það kemst í hálfkvist við það sem stelpur fá.

 

Hér er tengillinn

 

Mér finnst þetta að vísu fín afsökunarbeiðni hjá Toyota mönnum, auðvitað var þetta bara í góðu og ég á ekkert bágt með að trúa því.
Gallinn við að passa sig á tilfinningum allra er að lífið verður helvíti gelt...

 


mbl.is Toyota biðst afsökunar á auglýsingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En sumir myndu móðgast yfir hvítum lit af því að [setjið hér inn skýringu um trúmál/persónuleg mál/annað].

Ég heyrði einhverstaðar að einu sinni þótti bleikt vera strákalitur og blátt stelpulitur. Bleikur var þá hávær og iðinn en blár hógvær og þögull.

Ég skil ekki afhverju þetta þarf að skipta einhverju máli, þetta eru bæði fallegir litir og gerir hjúkrunarfólki eflaust auðvelt fyrir á einhvern hátt að vita hvað er hvað.

Nú hef ég mikinn áhuga á kynfræði ýmiskonar, þar á meðal kynskiptingum og "genderqueers" og virði þeirra skoðanir (á meðan þær eru ekki í öfgunum sem allstaðar virðast vaða uppi), en ég efast um að eins dags gamalt barn hafi miklar skoðanir á því hvernig það er flokkað. Svo er það farið heim með foreldrum og forráðamönnum sem þá byrja að klæða það eftir eigin höfði.

Vinkona mín á strák sem er mikill karakter og hefur verið frá fæðingu. Hún var alveg til í að dúllast í lillabláu með hann en svo kom það í ljós að það bara passaði engan veginn við litla manninn! Nú arkar hann um í brúnum smekkbuxum og svona sterkum jarðar litum og sómir það honum vel. Ég man samt ekki til þess að hún hafi kvartað yfir þessum örfáu dögum sem hann var klæddur í blátt. Er konum ekki hent út af spítölunum fljótlega eftir fæðingu hvort eð er? Meira má nú kvarta yfir smámálum.

Ég er reyndar ekki sammála bloggvinum mínum um Toyota auglýsinguna og blogga um það líka af því að röflið varð of langt.

 


mbl.is Ekki meira blátt og bleikt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skjálftar við Selfoss

Ég hef alltaf haft lúmskt gaman af litlum(!) skjálftum en þegar þeir eru orðnir fleiri en sjö í röð hættir mér að standa á sama. Hér var mikið bölvað á heimilinu en ég virðist vera sú eina sem getur sofið í gegnum þetta ef ég sofna á annað borð.


"Nei andskotinn hafi það, nú förum við aftur vestur," segir manna en ég bara chilla eins og innfæddur - en þeir eru víst ekkert að chilla heldur. Allir að hringja á lögguna og blogga um þetta.

Fréttamenn í sjónvarpi segja að við þurfum ekki að eiga von á stórum skjálfta og ég verð að undra mig á því hver myndi vonast eftir einum slíkum. Rugludallar. 

Kanínurnar eru pollrólegar enda vanar þessum ósköpum. Þær búa eftir allt saman með feitum risum.


mbl.is Áframhaldandi skjálftar við Selfoss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vogaskálarnar,,,

Aldrei á að finnast jafnvægi. Fyrir nokkrum árum var talað um það að stúlkur fengju litla athygli. Getur verið að þetta ójafnvægi í dag sé vegna þess að nú passa kennarar sig á því að veita stúlkum athygli til að rétta hlut þeirra en í þessum bugtum og beygjum gleymist að passa upp á strákana?

Ég held engu fram og er þetta eins misjafnt og fólk er margt en skelli þessu bara fram í pælingu. 


mbl.is Íslenskum krökkum líður vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Tjáningafrelsi er danskt, það er ritskoðun ekki"

Ef að maður flyst til annars lands þá virðir maður lög og reglur í því landi, ekki satt?
Ég er mjög hrifin af þessu framtaki og finnst það löngu orðið tímabært en mér blöskraði þegar að ég heyrði fréttir frá Danmörku á sínum tíma um að Múslimar væru að komast upp með að brjóta dönsk lög af því að þeir væru að fylgja lögum trúar sinnar. Eigum við ekki bara að leyfa fólki að hafa opinberar aftökur með grjótkasti svo lengi sem allir taka þátt eru Múslimar?
Hversu langt þarf þetta að ganga áður en við stoppum þetta af?
Mér er innilega sama hver flytur hvert og afhverju, en ef þú ert á móti lögum og reglum í landinu sem þú fluttir til og ert svona ógurlega hrifinn af lögum og reglum landsins sem þú flúðir frá, hvað í fjandanum ertu þá að gera með að flytja?

Hér á landi eru margir Múslimar sem iðka sína trú bara í rólegheitum og samkvæmt íslenskum lögum, við höfum verið mjög heppin með innflytjendur mjög lengi en við þurfum samt að passa okkur að beygja okkur ekki og bugta eins og nágrannar okkar gerðu í alltof langan tíma. Þegar fólk fer að níðast á réttindum annarra borgara undir fána annars landsþá getur það fólk bara pakkað sér saman og farið eitthvert þar sem svoleiðis rugl leyfist. Ekki hérna, takk.

 


mbl.is Múhameðsteikning notuð í dönsku kosningabaráttunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugsanlegar orsakir.

Þegar spurt var um líkamlega heilsu svöruðu 76,2% gagnkynhneigðra að hún væri góð eða mjög góð, en 64,3% samkynhneigðra töldu svo vera.

Þegar spurt var um andlega heilsu svöruðu 79,1% gagnkynhneigðra að hún væri góð eða mjög góð, en aðeins 63,3% samkynhneigðra sögðu svo vera.

Þegar spurt var hversu oft á sl. 12 mánuðum ungmennin hefðu leitað til geðlæknis eða sálfræðings sögðust tvöfalt fleiri samkynhneigðir hafa leitað sér aðstoðar en gagnkynhneigðir. Alls 29,6% meðal samkynhneigðra en 14,6% meðal gagnkynhneigðra.

Gæti verið hægt sé að að um kenna fordómum og þeim stimpli að samkynhneigðir séu lægra settir en gagnkynhneigðir?

Líkamleg heilsa helst  í hendur við þá andlegu og að lifa dag hvern við það að til dæmis sannkristið fólk tali um mann sem kynvilling, öfugugga og jafnvel barnaníðing (sumir halda virkilega að það sé það sama og samkynhneigð) gerir lítið til að auka sjálfstraust og geðheilsu einstaklings.


mbl.is Heilsustefna í stað forvarna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þrælahald á upplýsingaöld.

Já, ýmislegt gengur á og þrælahald er til í ýmsu formi.

Nú eru börn seld inn í svokallað "begging industry" eða betl-iðnað.
Þar eru lítil börn sett á göturnar til að þéna pening fyrir þá sem keyptu þau. Oft eru þau limlest; augu þeirra skorin út eða handleggur/fótleggur tekinn af til að þau græði meira.
Það eru lög gegn betli í Indlandi, en betlari getur fengið árs fangelsi fyrir að stunda iðju sína.
Aftur á móti sleppur "yfirmaður" betlara við refsingu.

Varðandi þrælkunina í verksmiðjum (þar sem börnin fá þó allavegna að halda líkamspörtum sínum) má benda fólki á að flottu dýru fötin þeirra eru framleidd af þessum þrælum nútímans. Athugaðu uppáhaldsmerkið þitt.


Mér varð hálf óglatt um daginn þegar ég sá grein um það að demantar eru að ná miklum vinsældum hér á landi.
Rosalega hlýtur að vera gaman að ganga með skartgrip sem hefur verið ataður mannaskít og blóði. Pínkulítill glitrandi steinn sem kostaði manneskjur lífið. Ég hélt að Íslendingar væru betri en þetta.



mbl.is Segja indversk stjórnvöld bera ábyrgð á barnaþrælkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við erum að fylgjast með þér og við vitum hvað þú ert að hugsa, ógeðið þitt.


Ég minnist þess eitt sinn þegar einhverjar gellur komu inn í spjallherbergi og sögðu frá því að þær hefðu farið og "spammað" annað spjall þar sem fólk var í barnaníðinga-hlutverkjaleikjum.

"En gaman," sagði þá ein konan þarna inni kaldhæðnislega.
"Nú eruð þið eftilvill búnar að reka þá af netinu og út í raunveruleikann þar sem þeir reyna að fá sína útrás með börnum í stað þess að spjalla bara við aðra fullorðna sem fá kikk útúr því að þykjast vera börn. Ég vona að þið séuð ánægðar með ykkur."

Ég man alltaf eftir þessum atburði þegar að ég les eða heyri um svona "virtual misnotkun". Þegar verið er að tala um hlutverkaleiki á netinu, teiknimyndir og annað barnaklám þar sem engin raunveruleg börn koma við sögu.

Kannski veldur þetta efni því að einhverjir fara út og nauðga alvöru börnum. En kannski kemur þetta efni í staðinn fyrir að nauðga börnum fyrir aðra.
Hvort ætli sé líklegra?

Hvernig ætli tölfræðin líti út í þessu ef hægt væri að mæla það réttilega.

Þangað til að ég veit það fyrir víst að það séu fleiri í fyrri hópnum ætla ég að sleppa því að dæma þetta. Ég held að við séum öll með einhverjar fantasíur sem við myndum aldrei vilja sjá gerast í alvörunni, hvort sem það er um ofbeldi, kynlíf eða eitthvað annað.

Ég hef lesið dagbók manns (sem ég vona að segi sannleikann) sem "elskar" börn. Hann hugsar um börn á kynferðislegan hátt, elskar að sjá teikningar, teiknimyndir og tölvugerðar myndir af börnum í kynferðislegum aðstæðum en hann veit að það skaðar barn að lenda í slíku og þar afleiðandi segist hann aldrei gera neitt við alvöru börn eða vilja alvöru barnaklám.
Vissulega er viðbjóðslegt að vilja níðast á börnum en ég get ekki annað en virt hann svolítið fyrir það að gera sér grein fyrir því að það sem hann vill er rangt og þar af leiðandi neita sér um það.

Kannski eru það bara menn eins og hann sem leita í Second Life og slíka staði og fara í hlutverkaleik með hvor öðrum.
Hvað svo þegar við tökum þetta af þeim, neitum þeim um sína útrás?
Hvað þá?

Þess má geta, fyrir þá sem ekki vita, að engin börn eru á þessum hluta Second Life og því er fréttaflutningur rangur. Ég hef ekki spilað þennan leik sjálf en ég vil frekar hafa staðreyndir á hreinu áður en ég reiðist til að forðast það að þurfa að roðna yfir kastinu síðar.



mbl.is Barnaníðingar koma sér fyrir í öðru lífi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hörrí hörrí

Jeminn eini, ætlum við að láta þá vera undan okkur í mannréttindunum? Þetta gengur náttúrulega ekki, við verðum að drífa okkur af stað!

Þetta verður svo flott á listanum yfir það hvað Ísland er líbó og kúlt, megum ekki láta þá stela þessu af okkur! Gasp

 

 


mbl.is Stærsti stjórnarflokkur Svía vill að hjónaband verði ekki lengur bundið við karl og konu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

idíjotts.

Og hvað verður svo um dýrin eftir að þeim er sleppt út? Ráðast á önnur dýr, verða fyrir slysum og svo framvegis.

Mikið djöfull leiðist mér svona pakk, til dæmis eins og PETA, sem eru ekkert nema hræsnarar. Mér finnst allt í lagi að berjast fyrir því að ekki sé farið illa með dýr en come on! 


mbl.is 15.000 minkum hleypt úr búrum í Þýskalandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband